25.5.2010 | 20:41
Sögufölsun?
Óskaplega gerir miðillinn lítið úr styrkveitingum til Gísla. Veit ekki hvort það er gert af óheilindum en miðillinn ýjar a.m.k. að því að hér sé um smáa styrki að ræða sbr: ...í ljósi þess að styrkirnir eru ekki með þeim hæstu sem frambjóðendur þáðu ...". Maður veltir vöngum yfir því hvort áhrif eigenda miðilsins, sem tengjast að sögn flokki Gísla Marteins, hafi haft áhrif á þessa umfjöllun. Er hér um sögufölsun að ræða þar sem meira er gert úr þætti einstaklinga sem ekki tengjast Sjálfstæðisflokknum jafnvel þótt þeir hafi hlotið hærri og fleiri styrki?
Skv. upplýsingum á vef Ríkisendurskoðunar þáði Gísli alls 10.367.000 og þar af voru 8.116.000 frá lögaðilum. Semsagt 16.000 kr. meira frá lögaðilum heldur en Steinunn Valdís fékk og rúmum 2 milljónum meira í heildina en allir aðrir frambjóðendur í borgarstjórnakosningunum (þar á meðal Steinunn Valdís). Samt leyfir mbl.is sér að segja þetta vera smáa styrki! Nú man ég ekki hvernig umfjöllunin um Steinunni Valdísi var en hún var klárlega ekki jákvæð. Upphæðin sem rætt hefur verið um vegna Steinunnar er reyndar hærri enda er verið að taka saman styrki sem hún fékk vegna tvennra kosninga.
Í tengslum við þessa grein á mbl.is vil ég jafnframt vísa í ummæli sem höfð voru eftir Gísla Marteini á öðrum miðli á alnetinu: Nei, nei. Þetta er ekki neitt neitt. Ég er þegar búinn að gefa upp helminginn af þessu og þetta eru svo litlar upphæðir hjá mér. Hæsti styrkurinn hjá mér er milljón." Þetta sýnir manni semsagt að Gísli er jafn veruleikafyrrtur og allmargir aðrir kollegar hans á pólitíska sviðinu. Hverju öðrum en veruleikafyrrtum einstaklingi dytti í hug að tala um 1 milljón sem litla upphæð. Það tæki láglaunafólk líklega mörg ár að safna þeirri upphæð upp jafnvel þótt engu væri eytt í óþarfa lúxus eins og bíóferðir, tannlækna, lyf og tómstundir svo eitthvað sé nefnt! Loks má nefna að eftir þessa litlu styrki sína sem drengurinn náði að nurla saman til þess að geta komist að í borgarstjórn þá var hann þotinn til útlanda þar sem hann ætlaði að vera í námi í 1 ár á launum!!! Minnir reyndar að hann hafi á endanum ekki þegið laun fyrir þennan tíma.
Það skal tekið fram að með þessum skrifum er ég alls ekki að verja Steinunni Valdísi enda er það skoðun mín að hún eigi tafarlaust að segja af sér ásamt fleirum.
Ein tilvitnun að lokum:
The word 'politics' is derived from the word 'poly', meaning 'many', and the word 'ticks', meaning 'blood sucking parasites'.
Larry Hardiman
Hefði átt að gera þetta fyrr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.