28.5.2010 | 00:13
Er þá ekki komið að Gísla Marteini?
Flott mál. Kominn tími til! En nú hlýtur þá að vera komið að Gísla Marteini. 10,3 milljónir fyrir aðeins 1 framboð. Steinunn fékk að vísu 12,7 milljónir en það var fyrir 2 framboð. Snýst þetta kannski um kyn viðkomandi? Gísli Marteinn á að segja af sér og það strax!!!
Gísli fékk rúmum 2 milljónum meira en Steinunn fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 og um 2svar sinnum meira heldur en Dagur B. og 3svar sinnum meira en Hanna Birna. Það er hreint og klárt hneyksli hvernig fjölmiðlar hafa tekið á þessu máli. Mbl.is gerir meira segja lítið úr þessu sbr. grein sem birtist í gær: ,,og í ljósi þess að styrkirnir eru ekki með þeim hæstu sem frambjóðendur þáðu og fyrirtækin styrktu vel flesta frambjóðendur". Styrkirnir hans voru sannarlega með þeim hæstu sem frambjóðendur þáðu. Enginn fékk meiri styrki fyrir borgarstjórnarkosningar og það voru ekki margir sem fengu hærri styrki ef Alþingiskosningarnar eru teknar með. Man reyndar ekki eftir öðrum en Steinunni og Guðlaugi Þór sem fengu hærri styrki (og ekki hefur farið mikið fyrir þeirri kröfu að Guðlaugur segi af sér).
Ég lái Steinunni ekki að hafa sagt af sér og tel reyndar að það hafi verið það eina rétta í stöðunni en nú er kominn tími á alla hina. Guðlaugur Þór og Gísli Marteinn eru sannarlega þar á meðal og eiga báðir að segja af sér hið fyrsta og hætta afskiptum af stjórnmálum! Svo má ekki gleyma því að Gísli starfaði ekki einu sinni allt síðasta tímabil og tók sér ársleyfi til að mennta sig (gott mál sem slíkt) og ætlaði jafnframt að þiggja laun á sama tíma. Þetta er óforskammað og engan veginn ásættanlegt!
Það er kominn tími til að stjórnmálamenn innan Sjálfstæðisflokksins axli sína ábyrgð og segji af sér ef ástæða er til og þá er ekki nóg að taka tímabundið leyfi frá störfum eins og sumir hafa gert.
Ef ekki kemur til afsagna strax þá geri ég ráð fyrir að stutt verði í næstu byltingu. Almenningur er löngu orðinn þreyttur á því að þessir aðilar sitji áfram fyrir okkar pening og geri lítið úr öllu saman.
Lifi byltingin!
Fékk 12,7 milljónir í styrki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.