9.2.2009 | 19:53
Hvað leggur Sigurður Kári til?
Það er nokkuð ljóst að það verður ekki hægt að losna undan þeim skuldaklafa sem hvílir á landinu án þess að grípa til einhverja aðgerða. Slíkar aðgerðir verða alltaf þungar og munu koma hart niður á mjög mörgum. Sigurður Kári virðist hræðast það mest að ný ríkisstjórn muni hækka skatta á almenning til þess að hægt verði að standa við skuldbindingar en hvað leggur hann sjálfur til. Sjálfstæðisfólk hefur lítið gert undanfarnar vikur til þess að koma með lausnir og hefur helst eytt kröftum sínum í að gagnrýna allt hægri vinstri (aðallega vinstri) sem rætt er á alþingi, já eða standa í ræðustól og rífast um hver kom fyrstur með hugmynd af einhverju frumvarpi. Ekkert hefur hinsvegar heyrst frá þeim varðandi raunhæfar lausnir. Sigurður Kári ætti því kannski að eyða tíma sínum frekar í að vinna að lausn vandans frekar en að setja út á hugsanlegar skattahækkanir.
Hvað skattahækkanir varðar væri reyndar áhugavert að heyra hvað Sjálfstæðisflokkurinn kallar þær aðgerðir sem hann var þegar byrjaður á sem laut að niðurskurði hér og þar. Það er kannski ekki beinlínis skattahækkun að setja á komugjöld á sjúkrahús eða skerða þjónustustig á ýmsum sviðum en það kemur engu að síður niður á buddum margra landsmanna og þá helst þeim sem síst skildi!
Það er ljóst að við íslendingar stöndum frammi fyrir því að kjör okkar munu skerðast á næstunni til þess að hægt verði að standa við gerðar skuldbindingar (ósanngjarnar jafnt sem sanngjarnar) og ef ekki kemur raunhæf lausn frá Sjálfstæðisflokknum um aðgerðir þá verður bara að segja eins og er að skattahækkun á línuna er líklega sanngjarnasta leiðin til þess að þessi baggi falli jafnt á alla en ekki bara á þá sem minnst mega sín.
Ef hinsvegar Sigurður Kári hefur eitthvað betra til málana að leggja þá vona ég að hann geri það sem fyrst frekar en að eyða tíma sínum og kröftum í að gagnrýna aðgerðir annarra.
Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hefur alltaf verið stefna sjálfstæðismanna að þeir sem nota þjónustu eigi að borga það er sjúklingar fyrir að koma á sjúkrahús nemendur fyrir að sækja skóla og svo mætti lengi telja meðan þeir sem telja sig til jafnaðar og félagshyggju vilja að samfélagið greiði með sköttum það sem velferðin kostar.
Þetta er munurinn á félagshyggju og Sjálfstæðismönnum og í henni felst að þeir sem eiga börn og það nokkur greiða meira en hinir sem ekki eiga börn og nýta því ekki þjónustuna.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 9.2.2009 kl. 20:20
Athugasemd við innlegg Jóns:
Ég hallast meira sjálfur til vinstri en hægri en er þó ekki endilega á því að þjónusta eigi að vera með öllu ókeypis. Fara verður hinn gullna meðalveg. Við búum í samfélagi og erum öll ábyrg fyrir velferð þess.
Staðreyndin er sú að fyrir hrun efnahagsins í haust þá áttu mjög margir þegar erfitt með að ná endum saman og nú eftir hrun er það tillaga Sjálfstæðismanna að ná endum saman í ríkisfjármálum með því að hækka álögur á þá sem minnst mega sín með því að hækka hlut sjúklingsins í heilbrigðiskerfinu, lækka laun ríkisstarfsmanna sem eru nú þegar í flestum tilvikum mun launalægri en starfsfólk á almenna markaðinum og hvetja til þess að skattar séu óbreyttir eða jafnvel lækkaðir þannig að ójöfnuður aukist en frekar. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlast til þess að allir borgi úr eigin vasa fyrir alla þjónustu sem þeir hljóta þá hefðu þeir líklega átt að eyða síðustu 18 árum í að tryggja það að allir hefðu efni til þess!
Jafnframt vill ég koma á því á framfæri að aðstæður í dag eru vægast sagt óvenjulegar og það er engan vegin ásættanlegt að ætla að koma okkur upp úr öldudalnum með því að láta þá sem minnsta ábyrgð bera á ástandinu bera mestan þunga af afleiðingunum með hástéttin á Íslandi (sem á líklega mun meiri þátt í því hvernig komið er fyrir okkur) þarf í versta falli að segja upp húshjálpinni, selja einkaþotuna og sætta sig við það að geta ekki farið til útlanda í hverjum mánuði eða geta byggt fleiri hundruð og 50 fm villuna á nýju sumarhúsalóðinni.
Brynjar Örvarsson, 9.2.2009 kl. 23:59
Ég er svo sammála þér auðvita eiga þeir sem hafa meira á milli handanna að greiða meira en þeir sem minna hafa og það er umhugsunarvert hvort komugjöld á sjúkrahús eigi nokkurn rétt á sér. Svo er talað um ellilífeirysþega sumir hafa það mjög got sem slíkir sérstaklega þeir sem hafa unnið hjá ríkinu með verðtryggðan sjóð á meðan við hin lepjum dauðan úr skel. Skattar eiga að vera óháðir aldri einungis háð þeim fjármunum sem fólk hefur á milli handanna, enda fer fólk ekki með fjármuni með sér í gröfina.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 10.2.2009 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.