Loksins, loksins

Halló heimur.

 Nú er maður loksins kominn á netið. Áralangar fortölur vina og kunningja hafa loksins fengið mann til að gefa undan. Bloggheimur hér kem ég.

Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega fljótur að tileinka mér nýjungar er varða internetið sem sést kannski best á því að það eru bara nokkrir mánuðir síðan ég fékk ADSL tengingu. Fram að þeim tíma hafði ég látið mér duga að notast við innhringimódem (56k). Ekki það að ég hafi ekki verið fullkomlega sáttur við þann háttinn (sumum vinum mínum til mikils ama) enda sá ég ekki mikla ástæðu til að vera með internetið heima hjá mér. Komst alveg af með að tengjast í vinnunni ef þess þurfti eða hjá einhverjum af mínum tæknivæddu vinum. Reyndar væri ég líklega en ekki kominn með ADSL ef það væri ekki fyrir það að sjónvarpsskilyrðin hjá mér eru svo slæm að ég var orðinn þreyttur á því að Skjár 1 og Sirkus endurspegluðu venjulega veðrið úti, þ.e. ef það snjóaði úti þá snjóaði inni og ef það var stormur þá fauk venjulega útsendingin út í hafsauga og ég þurfti að láta mér duga að horfa á fræðsluþætti á RÚV.

 En nú er maður semsagt orðinn vel tengdur og farinn að láta ljós sitt skína í bloggheimi. Ég á reyndar ekkert sérstaklega von á því að ég verði duglegur að pára hugsanir mínar niður á skjáinn. Þetta verður líklega nokkuð þétt til að byrja með en fjarar svo út á endanum (svona eins og hjá flestum). En hver veit kannski kem ég til með að fylgja eftir áhugamálunum hér á síðunni og nota hana til að koma skoðunum mínum á framfæri hvað þau varðar. Það mun tíminn leiða í ljós.

En semsagt, hér er ég (í bili a.m.k.).


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnþór L. Arnarson

Bleikir sveppir?  Það bara hlýtur að vera einhverskonar lyfjafræðilegur húmor. ;)

Arnþór L. Arnarson, 23.7.2007 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband